þriðjudagur, 16. desember 2008

Greifinn af Wartau og Ljenzherrann sátu þöglir í mötuneytinu og störðu vonsviknir á diskana sína. Ljenzherrann var með kjúklingaafganga, samanþjappaða í buff, og eitthvað sem gefið hafði verið í skyn að væru kartöflur. Greifinn var með kássu af grunsamlegu tagi.

Eftir drjúga stund lítur greifinn upp og rýfur þögnina:
"Ef að maður myndi lenda í slysi núna á leiðinni til baka, detta eða eitthvað, og maður myndi missa bæði sjónina og heyrnina, heldurðu að það væri eitthvað annað sem maður myndi gera eftir þetta heldur en að skrifa á miða "ég vil ríða" "

Framhaldið af þessu samtali getur vart talist birtingarhæft.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja þá færðu engan glaðning!!!

- Kveðja Heimir