miðvikudagur, 13. ágúst 2008Veðmangarinn Ljenzherrann af Kaffisterkt hefir nú opnað fyrir veðmál varðandi það hvort nágrannir sínir í Sjönef, sem eru í leit að svari við spurningunni um lífið, alheiminn og hvaðeina, kjánist til að skapa svarthol sem muni gleypa jörðina og hennar nánasta umhverfi.

Ljenzherrann býður upp á ótrúleg kjör, 1.000:1 yður í hag, en hann er mótaðili allra veðmála og veðjar í öllum tilvikum á að atburður þessi muni eigi eiga sjer stað.

Ekki láta þetta tækifæri fram hjá ykkur fara, þarna gæti króna orðið að þúsund og milljón að milljarði, þannig að það er um að gera að leggja hressilega undir, jafnvel er hægt að leggja hús, bifreiðar og hunda undir líka, sjeu þeir ormahreinsaðir og sæmilega ættaðir.

Engin ummæli: