sunnudagur, 13. apríl 2008Seint verður sagt að manngleggni Ljenzherrans sje til fyrirmyndar. Ekki nóg með að hann sje jafnan það djúpt sokkinn í eigin hugarheim að samborgarar hans á förnum vegi sjeu honum fátt annað en hreyfanlegir skuggar sem hann reynir að forðast að rekast utan í, heldur á hann einnig í hinum meztu vandræðum við að þekkja aftur andlit þau er yrt hafa á hann sjaldnar en í fjórgang. Upplifan Ljenzherrans af umheiminum lítur því gjarnan út eins og myndin hjer að ofan, en hún er tekin í Belgrad.

Engin ummæli: