miðvikudagur, 9. janúar 2008

Progetto Parmigiano- Dominazione Del Mondo
Ljenzherrann hafði tekið eftir því að eitthvað undarlegt var á seyði í íbúð sinni. Hvern morgun voru undarlegar rákir á gólfunum, Stalín var horfin úr rússneska babúskusettinu og sama gilti um mörg landabrjefa hans. Það var ekki fyrr en hann heyrði greinilegt taut úr ískápnum að Ljenzherrann lagði saman tvo og tvo, en rákirnar höfðu allar átt upptök sín þaðan.

Heard some babling from my fridge..


Það var sem Ljenzherrann grunaði, enn ein mjólkurafurðin hafði þróað með sjer sjálfsvitund og var ekki einasta búin að drösla tjeðum uppdráttum í ískápinn heldur einnig bók um seinni heimstyrjöldina og vel flestum bindunum af Britannicu. Þar hafði þessi þroskaði parmesanostur útbúið sjer bækistöðvar í Stalínsbabúsku Ljenzherrans og falið undir haug af grænmeti svo úldnu að Ljenzherrann hefði aldrei treyst sjer til að henda því. En í þessum bækistöðvum fannst einnig vönduð áætlun að heimsyfirráðum.Tekið var að sjá á ostinum eftir allt þetta brambolt og var þá skýringin á rákunum komin. Líklegt þykir Ljenzherranum að osturinn hafði hugsað sjer að umbreyta sjálfum sjer í snigil með babúskuskel en ýmislegt gruggugt fannst í öldnum dósum af sýrðum rjóma sem gætu talist stofnfrumurannsóknir fyrir osta eða þá að offustinn af Parma hefði verið að leggja grunn að ostagerð af eigin meiði. Sakir þessara vandkvæaða við aðfangaöflun og samgöngur er Ljenzherrann þó ekki viss um að osti þessum hefði tekist að hrinda áætlun sinni í framkvæmd (Progetto Parmigiano- Dominazione Del Mondo) áður en næsti leigjandi tæki við íbúðinni, en var engu að síður ákaflega djúpt snortinn yfir að slíkt vitsmunalíf skyldi hafa þróast í ískápnum sínum.

Margt í þessari áætlan sjer hann fram á að geta nýtt sjer í sinni eigin.

Engin ummæli: