sunnudagur, 9. desember 2007

CRW_9994
MMMmmmm kyrrðin....

Í kærkominni þögninni er Ljenzherrann búinn að vera að dunda sjer við að fara í gegnum myndir frá Laos. Þessi mynd er tekin í þorpi sem heitir hinu þjála nafni Muang Ngoi, en þangað er einungis hægt að komast með bát. Naut Ljenzherrann sín þar í nokkra daga og hlóð batteríin eftir átakamikla og þrídægra fjallgöngu til afskekktra ættbálka og lýjandi frumsýningu sína á spunaverkinu: ,,Hæ hó, svona lítur hvítur maður út, eltið mig, potið í mig, hvíslið og hlæið."

Rice
Þessari stúlku er ljóst að vinna sé dyggð og hristi hýðið frá hrísgrjónum sem mest hún mátti.

Muang Ngoi, Laos
Þessi kona sat á skó sínum og íhugaði lífið og tilveruna.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Efsta myndin er frábær. Þú ert snillingur.