mánudagur, 24. desember 2007

Kveðjur á jólum frá Jóla-Ljenzherranum


Ljenzherrann við jólahald í bækistöðvum sínum

Ljenzherrann hafði það ljómandi gott þetta aðfangadagskveldið. Eftir að hafa steikt jólastrútinn og skolað honum niður með ljúffengu rauðvíni gat hann varla setið á sjer með að fara að opna pakkana sem hann hafði raðað í kring um jólatrjeð, sem hann hafði smíðað úr Ikeaskál og babúsku. Eftir óhóflegt magn af ljúffengu jólatei frá Kína tók það snöggt af er rifið var utan af pökkunum þremur.


Ljenzherranum þykja jólin ekki gengin í garð fyrr en anganina af steiktum strút ber að vitum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Missjú

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól kæri Ljénzherra!

-anna.is

Fridgeir sagði...

Slíkt jóla- og heimilishald ber vott um víðsýni og kosmópólitanisma hins hugmyndaríka ævintýramanns.