þriðjudagur, 25. desember 2007

Hinar ýmsu Ljenzherrans jólahefðir

Ljenzherrann hafði varla rumskað í morgun fyrr en hann var farinn að velta fyrir sjer hversu mikið af hrísgrjónum hann þyrfti í sinn árlega jólagrjónagraut. Þessi hefð, grjónagrautsneyzla á jólum, er Ljenzherranum ákaflega kær og er því yfir alla gagnrýni hafin sem slík. En neyzluathöfnin sjálf er engu minni hluti þessa jólasiðs heldur grjónagrauturinn sjálfur og til að deila með ykkur þessari hefð festi Ljenzherrann hana á vídjó. Á æskuheimilinu var þó til myndarlegur segldúkur sem breiddur var út á stofugólfinu og síðan neytti stórfjölskyldan grautarins saman í nekt sinni. Að sjálfsögðu átti hver sína jólaskeið sem einungis var notuð við þetta tækifæri. Mikill upphefð þótti í því að fá að dreifa kanilsykrinum og mjólkin var geymd á svokölluðum jólabelgjum sem virtust aldrei tæmast, enda var keypt inn ríkulega á jólum! Ljenzherrann lejt sjer þó nægja að snæða grautinn af eldhúsborðinu þessi jólin. Kviknakinn var hann þó og sko ekki spar á kanelsykurinn!!!!Þetta er ein af þessum hefðum sem Ljenzherrann hefir hugsað sjer að flytja með sjer af sínu bernskuheimili og gera að ómissandi hluta jólanna hjá sínum eigin börnum. Að þessari athöfn lokinni var svo hefð á heimilinu að heimilisfólk strykji grjónin af hverju öðru með rökum klút, svokölluðum jólaklút. Hún langamma saumaði rauða samfestinga sem fjölskyldumeðlimir klæddust á jólum og skottuðust í um heimilið, milli þess sem þeir lágu undir sæng eða teppi og áttu saman yndislegar stundir. Meira að segja gestum var gert að klæða sig í sjerstaka gestasamfestinga og skríða undir teppið til fjölskyldunnar :)


En hvar væri nú Jóladagur ef borðin svignuðu ekki undan kræsingum um kaffileytið?
(klukka þessi er stillt á GMT+1 en að sjálfsögðu er hinn opinberi jólatími Ljenzherrans GMT, líkt og á gömlu, sænsku klukkunni sem hringir inn jólin á æskuheimili hans á Íslandi.

Heimurinn var jafnan heimilið á jólum og fæstir áttu eitthvert erindi út, en allir áttu sitt jólanafn sem þeir gegndu frá Þorláksmessu og fram á nýtt ár. Ljenzherrann var til dæmis hinn alræmdi aldinþjófur Rögnvaldur Mandarína Apríkósuson og Finnur afabróðir var aldrei kallaður annað en Normans-Finnur á jólum. Mikil hefð var einnig fyrir því að leggja kveldmatinn á jóladag í marinjeringu og hafði skapast í kringum þá hefð lítið leikrit, þar sem hver fjölskyldumeðlimur hafði sitt hlutverk og færði kokki heimilisins gjafir í formi þeirra krydda sem til þurfti við eldamennskuna. Ljenzherrann átti því mikinn stórleik í dag þegar hann færði sjálfum sjer, og veitti móttöku, kóríander, kúmín, kanil og engiferi, svo eitthvað sje nefnt. En að sjálfsögðu þurfti sjerstaka persónu fyrir hvert krydd og svo lagði hann kveldmatinn í marinjeringu og tautaði eitthvað við sjálfan sig með mjúku röddinni hennar ömmu sinnar :)

Á meðan ketið marinjerast ber að taka í spil, en þar sem Ljenzherrann er nú einn á jólum,varð hann að láta sjer nægja að leika við sjálfan sig.


Einn af hápunktum jólahalds Ljenzherrans, og hornsteinn honum kærrar hefðar. Chicken Tikka úr hans eigin marinjeringu.


Að öllu þessu jólastússi loknu er svo fátt betra en að bora sig undir sæng með "Ný Fjelagstíðindi" og þráttfyrir að mallakútur sje stútfullur a kræsingum á Ljenzherrann alltaf smá pláss fyrir örlítið nammigott, smá bonbon fyrir Rögnvald Mandarínu Apríkósuson :)

Engin ummæli: