föstudagur, 30. nóvember 2007

Ljenzherrann er i midri robotisjeringu og leggur stund a nám nott sem nýtan dag. Tveir steinar eru öðrum stærri á vegi Ljenzherrans til þessarar umbreytingar hans til óseðjandi lærdómsvjelar. Annars vegar er það nágrannaófjetið á efri hæðinni sem virðist hlusta á sjónvarpið með því að leggja lófa á gólf eða veggi og meta út frá víbríngnum hvort fólkið á Pro7 sé glatt eða fúlt. Varnar þessi húsriðilsháttur Ljenzherranum svefns og liggur hann jafnan andvaka fram eftir nóttu með samanklemmdan kjammann og kreppta hnefana, sem hann reyndar lemur stundum utan í ofna og veggi. Ekki þorir Ljenzherrann að kvarta því karlfauskurinn á stærðarinnar pitbull og þegar karlinn hefur á annað borð fyrir því að viðra kvikyndið er urrið slíkt að halda mætti að einhver væri að draga fullvaxinn ísbjörn upp stigann.


Þetta er hið verzta mál.

Hinsvegar er það svítsertütsdrengómynd sem situr úti í horni í lestraraðstöðunni og er þeirrar náttúru að vera ekki fær um að framkvæma hina minnstu einingu mannlegs vitsmunalífs án þess að þurfa að gelta eitthvað út í loftið með sinni háværu röddu. " Stimmt nöööd?? Síbahúnda feauf und drisk? Mol golúege? Jooo ebbe... Ok súpperr, Joo Guet! Isch glícchh!, hasch du áccccch jodd ghaa?"
Er drengur með þann leiðinlegasta talanda sem Ljenzherrann hefir nokkru sinni heyrt. Þessi ógeðisrödd smýgur inn í merg og bein og er svo uppbrett og merkileg með sig að halda mætti að eigandi hennar sæti makindalega í leðurstól nokkrum hæðum ofar og tautaði yfirlætislega í rör sem kæmi út úr veggnum aftur í fyrrnefndu horni.

2 ummæli:

Tóta sagði...

Heppilegt að það skuli allavega vera Pro7 sem nágranninn horfir á - snilldar sjónvarpsstöð sem var í miklu uppáhaldi hjá mér í Deutschlandinu. Eru þeir enn með taff klukkan 17?

Ljenzherrann af Kaffisterkt sagði...

Natturlecccch!!!