þriðjudagur, 15. maí 2007

Undirbúningur heimsreisu.
Ljenzherrann er í óða önn að græja sig fyrir heimsreisu sína, en hann hyggst ferðast í sumar með lest frá Zürich til Peking. Meðal viðkomustaða eru Budapest, Kiev, Chernobyl, Москва, Yekaterinburg, Krasnoyarsk, Novosibrisk, Irkutsk og Ulaanbaatar.

Að mörgu er að huga og ef ske kynni að einhvur þarna úti hefði haldbæra þekkingu á Geigerteljurum þá má sá hinn sami ausa úr brunni þekkingar sinnar í kaffibrúsann hjer að neðan.

Hyggst Ljenzherrann gera íslenskri menningu hátt undir höfði og mun gera sitt besta til að ylja Síberískum sífreranum með angurværum Cortes lögum.

Engin ummæli: