laugardagur, 26. maí 2007

Ljenzherrann var alinn upp við það að hamingjan fengist ekki keypt, heldur væri hún misjafnt skömmtuð. Lifði hann löngum í algerri uppgjöf gagnvart þessari kenningu og beið síns allt þar til að hann las um mann sem hafði tekist að kaupa hamingjuna. Maðurinn sá hét Tenór Jóhannsson og það sem færði honum hamingju og fjekk hann til að líða sem höfuð alheimsins var baðkar í hans eigu, útbúið með endaþarmsnuddi og innbyggðum hátölurum. Við þessa lesningu varð sveininum unga það ljóst að vestræn hamingjan sem slík væri að miklu leyti skilgreiningaratriði og hverjum í sjálfsvald sett að eignast.

In safe hands

The Harvest

"Your people will think we are strange"

Engin ummæli: