mánudagur, 23. apríl 2007Eftir þónokkur heilabrot hefir Ljenzherrann ákveðið að gefa Sigur Rós upp á bátinn, af ástæðum sem kunngjörðar eru hjer að neðan. Í stað Sigur Rósar hefir Ljenzherrann ákveðið að vera stoltur af Garðari Þór Cortes og er búinn að komast að því að hann á bara margar ansi hreint fínar plötur. Fyrir síðustu jól átti hann fína plötu þar sem hann gerði ótalmörg klassísk jólalög að sínum eigin og sumir ganga svo langt að segja að hjeðan í frá verði ætíð Cortes-stemning á jólum. Önnur fín plata sem farið hefur lítið fyrir er platan hans Bið, þar sem skandinavíski treginn kallast á við suðrænan blóðhitann í dramatískum lögum. Í textunum er síðan tekist á við ásæknar spurningar um lífið og tilveruna. Fínar pælingar þar á ferð sem gera plötuna algerlega biðarinnar virði.

Engin ummæli: