laugardagur, 17. mars 2007Hvert er heimurinn að fara ef svissneska útlendingaeftirlitið týnir umsókn og skráir þennan sama einstakling inn í kerfið af vitlausu kyni????

Jæja, þetta var raunveruleikinn sem blasti við Ljenzherranum af Kaffisterkt er hann snjeri örþreyttur aftur til bækistöðva sinna í Sviss eftir 38 klukkustunda ferðalag frá Kambódíu. Annað sem kom ekki eins mikið á óvart var tilkynning í póstkassanum frá leigusalanum. Var Ljenzherrann sakaður um að stefna öllum íbúum hússins í stórkostlega hættu með myndarlegu safni sínu af tómum pappakössum sem geymt væri í sprengiheldu hvelfingunni sem nota mætti sem geymslu á friðartímum (með þeim fyrirvara að hægt sé að rýma hvelfinguna innan 24 klukkustunda). Þótti þetta skapa mikla eldhættu og var farið fram á að Ljenzherrann fyndi safni sínu annan samanstað hið snarasta.

Ljenzherrann er ákaflega súr yfir þessu, enda voru aðgangstekjur að safninu enganveginn að standa undir rekstrar og upphafskostnaði og hvað þá að ráðrúm hafi skapast til að safna í sjerstakan flutningssjóð. Má því telja að dagar þess sjeu taldir.

Engin ummæli: