miðvikudagur, 3. janúar 2007

Eftir að Ljenzherrann hafði verið leystur úr gæsluvarðhaldi á Heathrow flugvelli eftir meintar ásakanir sessunauts síns um að hann hafi ætlað að beita fjárkúgunum og eitthvað svoleiðis. Ljenzherrann þurfti reyndar ekki annað en að útskýra að þetta hafi væri allt byggt á misskilningi, og þá var honums sleppt út. Ljenzherrann var reyndar einungis í millilendingu í London, á leið til hinnar tikkandi heimsborgar Zürich, þar sem hann hefur búsetu og leggur stund á almenn fíflalæti. En að sjálfsögðu gat Ljenzherrann engan veginn stillt gúrmjesaninn í sjer um að ana út í borgina. Út í borgina! Í leit að kræsingum og menningu!!!

Fyrr en varði var Ljenzherrann kominn í Piccadillytúpu sem stefndi á hina þjálnefndu endastöð "Cockfosters". Vjelröddin nýtti hvert tækifæri sem gafst til að nefna þetta orð með mjúkum en þó ákveðnum framburði sínum og áherzlan á fyrrihluta orðsins olli Ljenzherranum glotti í hvurt sinn. Á hverri stoppustöð ómaði taugaveikluð karlmannsrödd í hátalarakerfinu sem öskraði hratt og ákveðið: "Mind the Gap! Mind the Gap! Mind the Gap! Mind the Gap!" Ljenzherranum þótti þetta áreiti þó lítið gjald fyrir það lostæti sem hann átti í vændum en þótti sýnt að þyrfti hann að sitja dags daglega undir þessu myndi hann tapa því litla sem hann ætti eftir af sönsum.

Escalate
Róbot-Eskalator

Eftir því sem að Ljenzherrann nálgaðist áfangastað sinn, neðan frá, jukust hugarórar hans um alla þá dýrindis rjetti sem hann hyggðist háma í sig eins og langsveltur bókari í Kyoto. En því miður var allt þetta ferðalagt til einskis því Ljenzherrann var ekki einu sinni kominn upp rúllustigann þegar hann sá að uppáhalds Sushistaðnum hans hafði verið lokað. Ljenzherrann brotnaði saman, og rúllustiginn, sem hafði í fyrstu borið hann upp eins og keikan landkönnuð úr iðrum jarðar skilaði Ljenzherranum eins og sjóreknu hræi á hina síkviku stálfjöru sína. Sem betur fer rigndi örlítið þannig að Ljenzherrann gat hlaupið út í regnið og látið það eftir sjer að fella örfá tár án þess að karlmennska sín biði hnekki. Vonbrigðin voru slík að hann rauk beint inn á næsta hádegishonkýtonk og svolgraði nokkra hálfpotta af öli í fjelagi við kokknímælandi lýð, enda ku allir málsmetandi Lundúnarmenn halda sig á virðingarverðum testofum á þessum tíma dags.

Bugaður maður snjeri Ljenzherrann aftur upp á flugvöll og hafði ekki einu sinni geð í sjer til að vera með stæla við gegnumlýsingu og þukl.

Engin ummæli: