laugardagur, 16. september 2006Þrátt fyrir 32°C hita og glampandi sól eru trjen tekin til við að fella lauf sín. Jú haustið bankar á dyrnar hjer í Zürich og þó álftirnar fari að leggja af stað til Glasgow, og Hilfiger, Bos og Burberis búnir að stilla upp túnglstígvjelum, treflum og frökkum í gluggum sínum, er ein skepna sem neitar að hleypa haustinu inn. Í huga Ljenzherrans af Kaffisterkt getur svissneska haustið varla orðið verra en íslenskt stuttbuxnaveður.

Engin ummæli: