miðvikudagur, 9. ágúst 2006

Ljenzherrann er nú snúinn aftur til byggða eftir mikla svaðilför út á land, nánar tiltekið Möðrudalsörævi, Jökuldalsheiði og Fljótsdalsheiði. Þrettán nætur og rúmir fjögurþúsund kílómetrar á bíl. Þrjú sexhjól urðu óökufær og þrjú gps radio óstarfhæf. Mikið gekk sum sje á og hefði Ljenzherrann farið á límingunum ef ekki hefði verið fyrir gestrisni þeirra Jökuldælinga, en frú Birna á Hákonarstöðum tók ekki annað í mál en fóðra Ljenzherrann á dýrindis kræsingum, hvenær sem til hans sást. Ljenzherrann laumaði sjer á tónleika Belle & Sebastian á Borgarfirði Eystri og varð það svo sannarlega ferð til fjár.

B&S1


B&S5

B&S2


B&S4

Ljenzherrann "rakst" á meðlimi Belle & Sebastian eftir tónleikana og að formlegum samskiptum loknum var Ljenzherranum boðið dús og myndin hjer að neðan tekin skömmu síðar.


How do you like Iceland???

Engin ummæli: