sunnudagur, 5. febrúar 2006

Já, Ljenzherrann er nýkominn úr Evrópureisu. Og til að það fari nú örugglega ekki framhjá neinum er hann búinn að fylla vasa sína af útrunnum metro-miðum og klinki frá myntbandalagi Evrópusambandsins. Þessar gersemar dregur hann svo óvart upp hvar sem hann hefur færi á að gramsa í vösum sínum.
"þrjúhundruðogsjötíukrónur"
"Já!!! Bonsjúr fröken.... ansans vesen... tekurðu nokkuð Evrur???? Ég var nefnilega að koma úr skíðaferðalagi í frönsku ölpunum og er með vasana stútfulla af Evrum... Ansi þunnt loftið þarna.. ha????

Eða
"Excuse moi.. vagnstjóri.. gilda nokkuð neðanjarðalestarmiðar úr París í þennan vagn??? ég er nefnilega mað vasana stútfulla af þeim og datt í hug að í gangi væri einhverskonar samstarf...

Eða
"Fyrirgefðu herra, það duttu litlir fjólubláir miðar úr vasa þínum þegar þú dróst upp debet kort þitt til að borga fyrir pylsu þá sem þjer eruð önnum kafnir við að snæða..."
Jámm þettam erummm baramm metromiðarmm frá París... ég var þar fyrir skemmstu og allir vasar hjá mér eru fullir af þessum óþverra........ mætti ég samt fá hann aftur???

Engin ummæli: