föstudagur, 6. janúar 2006

Fátt kyndir jafn vel undir eldum geðsýkinnar en kaffidrykkja og andvökur. Við próflestur mætast þessir hlutir á miðri leið og snúa bökum saman til að herja á sálarlíf Ljenzherrans.

Ljenzherrann á ekki auðvelt með að halda sig að lestrinum og eftir að hafa sjeð heimildamynd um sæljón sem verðlaunuð voru með makríl fyrir vel unnin störf ákvað hann að innleiða slíka aðferðafræði inn í námstækni sína. Fyrir hvern þann klukkutíma sem Ljenzherrann situr á rassgatinu og rýnir ofan í bækurnar fær hann lítil verðlaun frá sjálfum sjer. Verðlaun þessi geta verið ýmisskonar, en bezta raun hefir gefið þegar Ljenzherrann leyfir sjálfum sjer að framkvæma furðulega og/eða tilgangslausa hluti.

Ljenzherrann hefur komist að því að margir mætir andans menn beita sömu aðferðum til að aga sjálfan sig. Einn gerir samanburðar rannsóknir á brotþoli verkjalyfja ( með stöðluðu prófi að sjálfsögðu) annar leitar uppi "heimsins bezta" og er hann á námsárum sínum er hann búinn að finna "heimsins beztu bómullarboli", "heimsins beztu sokka" og "heimsins bezta ferðamáta" svo lítið eitt sje nefnt.Heimsins bezti ferðamáti ku vera þessi fótstigni farandbar. Hvern dreymir ekki um að svífa um sveitir Hollands á þessum lúxus-nökkva?

Ljenzherrann þurfti vegna vinnu og veikinda aldeilis að taka á honum stóra sínum og gat því ekki leyft sjer slíkan munað, nema að litlu leiti. Deginum eftir síðasta prófið eyddi hann svo í það tilgangslausasta sem honum datt í hug, að taka myndir af bökuðum baunum, babúskum og Legó-köllum.

Með því að verða ungfrú heimur varpaði Unnur Birna þungri byrði á herðar landa sinna. Fágað valið á dýptarskerpu beinir athyglinni á aftari dúkkuna en myndinni er ætlað að túlka þá angist sem fylgir því að vera mjór Íslendingur sem er að gægjast út úr feitum Íslending.


Það varð uppi fótur og fit á borðstofuborðinu einn daginn.

Engin ummæli: