laugardagur, 10. desember 2005

Öll föst efni innihalda mikið af göllum eða frávikum frá fullkominni kristalbyggingu. Hinar fjölmörgu gerðir galla eru flokkaðar útfrá rúmfræði þeirra og stærð. Punktveilur, eru þær veilur sem spanna einungis eitt eða tvö atóm, þar á meðal eyður og innskotsatóm, hvort sem þau eru af sömu gerð eða framandi meginefni kristalsins.

Lausn í föstum efnum myndast ef að atómum annarar gerðar er blandað við fasta efnið og upprunalegri kristalsbyggingu er haldið og engir nýjir fasar myndast. Í staðgengilsblöndun koma framandatómin í stað meginatómanna í kristalbyggingunni og eru slíkar lausnir því háðar því að efnin sjeu bæði af svipaðri stærð, rafneikvæðni, hafa sömu kristalbyggingu og fjölda gildisrafeinda.

Línuveilur eru einvíðir kristalgallar af tveimur megin gerðum, kantveilur og skrúfuveilur. Kantveilu má hugsa sjer sem bjögunina þegar hálfplani af atómum hefur verið skotið inn í kristalinn, en skrúfuveila eins og snúðlaga pallur. Stærð og stefna þessara veilna eru skilreindar út frá "Burges" vigri þeirra, sem er hornréttur á kant, samsíða fyrir snúð og hvorugt fyrir blöndu beggja, sem einnig fyrirfinnst.

Sveimi er efnisflutningur innan fastra efna sem á sér stað þegar atóm færa sig úr stað innan í kristalgrindinni. Sjálfsveimi á sér stað í kristal af einu frumefni en staðgengilssveimi þegar annað efni er að troða sjer inn í kristalgrindina.

Fyrir sveimi í stöðugu ástandi er styrkleikaprófíllinn æstæður fyrir sveimisefnin og fluxið í hlutfalli við konsentrasjóngradíantinn skv "Lögmáli Flicks," sem er hlutafleiðujafna.

Spenna er álag deilt með ofanvarpsflatarmáli hlutarins þvert á álagsstefnu. Einingin er Pa. Streita er formbreiting vegna spennu. Línulega-elastísk efni svara álagi skv "lögmáli Hookes" Fari álagið yfir ákveðin mörk rofna efnatengin í kristalsgrindinni og varanlegar formbreytingar myndast, það er efnið fær ekki sína fyrri lögun eftir að álag hefir verið tekið af. Gerist þetta við svokölluð hlutfallsmörk.

Engin ummæli: