mánudagur, 21. nóvember 2005

Ljenzherrann gerir sjer stundum leik að því að senda tveim manneskjum sms á sama tíma og halda svo nákvæmt bókhald á því hvor svari á undan.

Eftir ítarlegar rannsóknir hefur Ljenzherrann komist að því að afskaplega mjótt er á munum ef hans sjerstöku kærustu og Kapteini kólavírusi er att saman. Skilaboðin þurfa þó að vera valin af kostgæfni. Reynslan sýnir að hæfilega "krúttuleg" skilaboð gefa besta svörun frá kærustunni (ef þau eru of "krúttuleg" verður kærastan tortryggin og eyðir dýrmætum tíma í að fara yfir atburðarrás síðustu daga í huganum áður en hún treystir sjer til að ákveða með hvaða hætti svara eigi skilaboðunum) en sje Kapteini kólavírus skipað norður og niður og hann kallaður öllum illum nöfnum svarar hann iðulega um hæl, og geldur rauðan belg fyrir gráan.
Ef svartíminn í svona keppni fer yfir eina klukkustund er full ástæða fyrir Ljenzherrann til að athuga hvort skilaboðin hafi ratað rjetta leið og hvort sjálfur Kapteinn kólavírus hafi nokkuð verið kallaður "mýzlutetur :) " og kærustunni sagt að eta skít.

Engin ummæli: