þriðjudagur, 15. nóvember 2005

Ljenzherrann er búinn að finna þann mann sem kemst næst því að vera hans eigin hugarburður (Ath! ekki má rugla þessum manni saman við þann mann sem Ljenzherranum finnst komast næst því að vera sinn eigin hugarburður, en hann er kapítuli útaf fyrir sig og verður til umfjöllunar seinna).

Fáguð framkoman, teinrjett líkamsstaðan, snyrtilegur klæðnaðurinn og óaðfinnanleg hárgreiðslan, sem tindrar á í rjettu ljósi, er gjörsamlega í takt við einstakling sem Ljenzherrann hefði sjálfur skapað til að vaka yfir sjer. Hið eina sem kippir stoðunum undan því að þessi maður skuli vera ímyndunin ein, er sú staðreynd að aðrir virðast einnig sjá hann, auk þess sem hann skilar verkefnum og skiladæmum af stakri samvizkusemi.

Engin ummæli: