miðvikudagur, 23. nóvember 2005

Leiðist þér í skólanum/vinnunni????
Þá er Ljenzherrann af Kaffisterkt með ráðið handa þér! Það eina sem þú þarft að gera er að finna einhvern skóla-/vinnufélaga sem þú talar ákaflega sjaldan við, en þið verðið samt sem áður að kinka til hvors annars kolli. Þegar þessi einstaklingur er fundinn er þjer ekkert til fyrirstöðu að fara að ímynda þér að þessi einstaklingur sje ofskynjun þín og í rauninni ekki til. Það er ákaflega skemmtilegt. Þú getur til dæmis hlegið að því hvað þú sjert rosalega geðveikur þegar þú sjerð að einhver er að tala við ímynduðu persónuna þína, því þú veist auðvitað að það ert þú sem ert að tala! Hahahahahaha það er prýðileg skemmtan, næstum eins gaman og að ímynda sjer að það sje alltaf einhver að elta sig!!

Engin ummæli: