mánudagur, 10. október 2005

Ljenzherrann af Kaffisterkt- stundum neðanjarðar.

Ljenzherrann af Kaffisterkt lyftir sjer á kreik.

Ljenzherrann af Kaffisterkt hjelt í leiðangur fyrir skemmstu til að rannsaka meinta risabora sem talið er að séu að störfum undir Fljótsdalsheiði. Ljenzherrann greip með sjer sitt sjerstaka myndaapparat og súrefnisgrímu sem lafir tignarlega framyfir hans allra heilagasta, eins og borginmannlegt pungbindi frá plánetunni Zardon.

Rétt eins og þessi staður var mikið ævintýraland fyrir Ljenzherrann hefur hann einnig verið helvíti fyrir Kínverjana sem þurfa að vinna þarna.

Engin ummæli: