fimmtudagur, 27. október 2005

Ljenzherrann af Kaffisterkt brá sjer út af galeiðunni síðastliðinn föstudag, en það telst til tíðinda. Eftir eitt af sínum frægu steypiböðum, þar sem Ljenzherrann gerði vel við sig í sjampói og sápum, dressaði kappinn sig upp í sitt fínasta púss, pressaða skyrtu jakkaföt silkislifsi, sjömílnaskó og hvaðeina.

Svo hófst partýið og snyrtileikinn sem umlauk Ljenzherrann minnkaði með veldisvexti þar til að botninum var náð á milli þrjú og fjögur, þegar Ljenzherrann reyndi að betla út Shawarma fyrir 400 krónur, svo hann gæti átt 600kr í leigubíl. Hinn jórdanskt ættaði Alex tók það ekki í mál, heldur bauð Ljenzherranum að éta upp á krít. Ljenzherrann þáði það með þökkum enda hefir hann verið óseðjandi í þetta kóngafæði síðan hann komst á bragðið í sumar.

En jæja... Ljenzherrann vaknaði upp við það daginn eftir að hann stóð í skuld við mann sem selur drukknum einstaklingum yfir fimmtíu kíló af grilluðu kjöti um hverja helgi, og eftir smá rökræður við sjálfan sig drattaðist hann á fætur og hjelt rakleiðis niður í bæ til að greiða úr sínum málum..

Engin ummæli: