laugardagur, 17. september 2005

Sum orð eru fyndin, kúluskítur er eitt af þeim, kúluskítshátíð er jafnvel fyndnara.
Örstutt um kúluskítshátíðina sem haldin er hátíðleg á tveim stöðum í heiminum, Japan og Mývatni.
Hátíðin byrjar á skrúðgöngu venjulegra japana eftir aðalgötu bæjarins með Kúluskít í hásæti. Þegar skrúðgöngunni er lokið taka frumbyggjarnir við og sýna gamla siði svo sem dansa og tilbiðslur. Um kvöldið er síðan stórkostleg flugeldasýning til heiðurs Kúluskítnum og í lok sýningarinnar koma tveir eintrjáningar siglandi með kúluskítshöfðingjann að landi. Kúluskítshöfðinginn stígur á land með nokkra kúluskítsbolta við söng og trall annara frumbyggja. Frá landtökunni er síðan farið í kyndilgöng aftur eftir aðalgötunni að frumbyggja hverfinu þar sem kúluskíturinn er settur inn í minjahúsið. Fyrir framan húsið tekur síðan við heljar sýning á dönsum og tjáningu frumbyggjanna. Að sýningu lokinni fer hinn venjulegi ferðamaður til síns hótels en við drógum þá ályktun daginn eftir (af keiminum í loftinu) að frumbyggjarnir hafi ekki farið beint heim. Seinni dagur hátíðarinnar hefst síðan um morguninn með skrúðgöngu frá frumbyggjahverfinu með kúluskítinn aftur til vatnsins. Á leiðinni er komið við í smá garði og við bænahof þar sem Kúluskíturinn er heillaður. Við enda aðalgötunnar er göngustígur niður að vatninu þar sem sérstök bryggja og garður eru tileinkuð Marimo. Þar fer fram loka sýning frumbyggjanna og síðan fer höfðinginn með Kúluskítinn á vatn út og skilar honum aftur til sýns heima.
Annars er föstudagur hjer á kárahnjúkum, líkt og svo víða annarsstaðar á þessari breiddargráðu.

Engin ummæli: