mánudagur, 29. ágúst 2005

Margt hefir á daga Ljenzherrans drifið síðan hann ávarpaði þjóð sína síðast. Ljenzherrann hefir verið skipaður í embætti sjerstaks grautunareftirlitsmanns á Kárahnjúkum, og er starfinn atarna ámóta spennandi og hann hljómar.

Það má þó ekki skilja þetta sem svo að Ljenzherrann sje á barmi þess að taka líf sitt vegna leiðinda, síður en svo. Leiðindin kenna nefnilega leiðum manni að spinna og ýmislegt hafa þeir vaktfjelagarnir tekið sjer til dundurs. Hin ítalski verktaki Impregilo starfrækir kjörbúð í vinnubúðum sínum og heimsókn þangað er mikil uppspretta gleði. Þar er mikð úrval framandi nýlenduvara og fæst þar meðal annars hárgel í lítravís. Eftir að hafa lesið utan á hárgelstunnunni að heill kvartlíter væri gratís ákváðu piltarnir að slá til, enda er auðvitað ekki hægt að hafna slíku kostaboði. Er það nú regla meðal eftirlitsmanna að greiða sér reglulega upp úr fissaggio forté. Í þeim efnum er um tvö “effetto” að velja, “effetto wet look” eða “effetto tenuta invisibile”.
Þegar hárið hefir verið kembt og mótað með ítölsku hágæðaklístri er ekkert því til fyrirstöðu að grípa heimatilbúinn saxafón úr sagi og sementsefju og gera “stú stú stú stúdíólæn!!!”

Engin ummæli: