mánudagur, 14. mars 2005

Ljenzherrann liggur nú flatur í bæli sínu og þefar af umheiminum í gegnum kjallaragluggann sinn. Enn ein árshátíðin er að baki og ein blasir við í kvöld. Íslandsbanki, Actavis, fjelag verkfræðinema, leikskólar Reykjavíkur, Síminn. Listinn ætlar engan endi að taka. Það er þó ekki svo gott að Ljenzherrann hafi verið gestur á öllum þessum árshátíðum, því fer fjarri. Neyðin kennir Ljenzins herr að vinna. Í fjárkröggum miklum, meðal annars vegna fyrirhugaðs ferðalags Ljenzherrans til Affríku (talið er að Ljenzherrann af Kaffisterkt sje prýðileg útflutningsvara og geti einn og sjer snúið viðskiptahallanum í bullandi plús. Ljenzherrann er nefnilega svo skeleggur og blátt áfram, sem er mjög mikilvægur eiginleiki í vanþróuðum löndum þar sem margir eiga bágt). Nei, Ljenzherrann fer á þessar árshátíðir til að vinna.

Ljenzherrans kynþokki er óumdeildur og aðdráttarafl hans slíkt slíkt að dömurnar flykktust á barinn til hans. Og allar fengu þær eitthvað fyrir sinn snúð. Ljenzherrann reiddi fram sterka drykki og kokteila með bravör og myndarskap. Ljenzherrann sýndi viðstöddum reglulega mátt sinn og meginn með því að færa til þunga hluti, án nokkurrar sýnilegrar ástæðu þó. Hreyfingar hans voru fágaðar, yfirbragðið þokkafullt. Að sjerstakri ósk Ljenzherrans var lagið Let´s get it on með Marvin Gaye sett á rípít. Ljenzherrann gaf síðan merki með sjerstökum mjaðmahnykk ef að herra DjeJoð átti að skipta yfir í Sex Machine með James Brown. Tilburðirnir voru slíkir í Ljenzherranum voru slíkir að stúlkurnar fengu egglos í hrönnum og eftir dvölina á Ljenzherrans bar hjeldu þær rakleiðis á dansgólfið í leit að einhverjum til að frjóvga sig.

Ef Ljenzherrann hefði ekki nú þegar verið búinn að fleytja rjómann af kvenþjóðinni þegar hann eignaðist sína sjerstöku kærustu hefði hann vissulega getað notið góðs af aðstöðu sinni. Ljenzherrann var því lyktin ein af gómsætum mat, sem engin fjekk að smakka. Eitt sinnið gekk þetta svo langt að Ljenzherrann var spurður hvenær hann væri búinn, og hvort að hann væri til í að koma að neyta áfengra drykkja að vinnu lokinni. Reyndar kom þetta gylliboð ekki frá fögrum kvenmanni, heldur miðaldra skoskættuðum karlmanni, sem var greinilega búinn að þamba einum of marga Whiskey hjá Ljenzherranum. Ljenzherrann neitaði kurteislega.

Margvíslegt fólk kom á garðann til Ljenzherrans þetta kvöldið. Karlar, sem ljetu Ljenzherrann lofa sjer því að hann myndi ekki segja konum þeirra að þeir hefðu staldrað þarna við. Konur að athuga hvort karlar þeirra væru nokkuð að staldra þarna við. Fýldir einstaklingar, sem virtust ekki finna þarna neina tilbreytingu frá grámyglulegum hversdagsleikanum. Pör, sem greinilega höfðu kynnst tíu mínútum áður. Pör, sem greinilega höfðu verið gift í tuttugu ár. Flestir fussuðu yfir verðlaginu á barnum.

Skemmtilegustu gestirnir sem Ljenzherrann fjekk í gær voru heyrnarskert par. Nú grípa sennilegast flestir lesendur andann á lofti og búa sig undir það að Ljenzherrann gangi gjörsamlega fram af þeim og svipti hulunni af ósmekklegu viðhorfi til fatlaða. Það ætlar hann hinsvegar ekki að gera. Nei. Það sem Ljenzherranum fannst skemmtilegast við þessa gesti var það þegar þau smökkuðu drykkinn þegar Ljenzherrann kom með hann til þeirra. Svo virtist sem önnur skilningarvit hefðu eflst um allan helming þegar heyrnin hvarf, því upplifun þerra af drykknum var svo sterk að Ljenzherrann þóttist geta lesið af andliti þeirra hvernig hann var á bragðið. Svo hurfu þau brosandi á braut og hjeldu á vit ævintýranna á dansgólfinu.

Engin ummæli: