þriðjudagur, 1. mars 2005

Hvar hefir Ljenzherrann haldið sig undanfarnar vikur? Jú í sundi.

Þegar Ljenzherrann var í dag í Vesturbæjarlauginni, í mestu makindum við að þurrka sjer vel og vandlega, rekur hann augun í stórt skilti með engilsaxneskri áletrun svohljóðandi:
"do not enter the dressing room before you dry your self"

Ljenzherrann, sem er ákaflega meðvitaður um mikilvægi þess að þvo sjer rækilega og skrúbba áður en farið er í laugina, fór samstundis að leita að öðru skilti sem á stæði:
"do not enter the pool before you wet your self"

Þegar slíkt fannst ekki, öskraði Ljenzherrann ýmis fúkyrði að baðverðinum og þegar allt loft var úr honum fylltist hann himneskri ró og spekt og tók síðan aftur til við að snurfusa sig fyrir framan spegilinn, eins og montinn páfugl að morgni dags.

Engin ummæli: