miðvikudagur, 12. janúar 2005

Það hlýtur annars að vera skemmtileg upplifun að spássera um himnaríki, hitta fyrir samansafn góðmenna allt frá upphafi alda. Rekast etv, á John Lennon og George Harrison á röltinu, aðspurðir segjast þeir vera að bíða eftir Paul og Ringo og eru vongóðir með að þeim verði hleypt inn. "Þá verður sko rokkað í himnaríki", segir Lennon og spilar ,,twist and shout" á hörpuna sína. "Ég vona bara að þeir mæti hjerna langt á undan Yoko," segir Harrison og fær olbogaskot að launum. Ljenzherrann kveður og meðan hann röltir eilítið áfram reynir veltir hann því fyrir sjer hvernig Bítlarnir muni hljóma með fjórar hörpur í stað gítara, tromma og bassa. Ljenzherrann hittir afa sinn. Það verða fagnaðarfundir. Afinn spyr Ljenzherrann hvernig hann hafi lent á himnum..

Já það getur verið hættulegt að detta niður um gat... heyrðu væni, eigum við nafnarnir ekki að skella okkur á Mozart-tónleika, annars eru líka bæði Halldór Laxness og Miguel De Cervantes að lesa upp úr nýjustu verkum sínum.

Ljenzherrann jánkar og saman rölta þeir að tónleikahöllinni og á meðan láta þeir dæluna ganga og hinn yngri spyr þann eldri út í það sem fyrir augu ber, enda er margt framandi í himnaríki.
"Neisko sjáðu rakarakvartettinn!!!! Nei heyrðu!! eru þetta ekki Gauss, Newton, Leibnis og Moebius?" Öskrar Ljenzherrann upp yfir sig.
"Jú jú, þeir kalla sig ,,the Moebius band" segir afinn ekki alveg jafn æstur og Ljenzherrann og bætir síðan við
"Annars getum við líka kíkt í messu hjá Matta."
-"Matta?" Spyr Ljenzherrann
"já Matta Lút"
"Marteinn Lúther, er hann hjerna???"
"Já, hvar annarstaðar ætti hann að vera?" Segir afinn pirraður út í Ljenzherrann yfir þá litlu athygli sem hann fær eftir alla þessa fjarveru.
"Fyrirgefiði, Hafiði nokkuð rekist á hann Matthias Jochumsson?" Spyr búralegur maður og vinir hans þrír sem standa hjá drepa tittlinga hver í kapp við annan
"Nei Jónas minn, ekki í dag" Svarar afi og fjórmenningarnir stika samstíga í burtu
"Hvaða klíka var þetta?" spyr Ljenzherrann
"Fjölnismenn, rignir upp í nefið á þeim", svarar afinn á innsoginu og bætir síðan við eftir smá umhugsun að Konráð sje slunginn í ólsen.

Hjer tekur afinn hlje á máli sínu því framhjá bruna þeir Jón Arason, Jón helgi Ögmundsson, Guðmundur Arason, Ísleifur Gissurarson og Þorlákur helgi Þórhallsson framhjá með Jón Vídalín í broddi fylkingar.

"Þeir eru í þrautakóngi blessaðir" segir afinn þegar hasarnum er lokið.
"Ég kannast nú svolítið við hana þessa!" segir Ljenzherrann.

"Já þessi, þetta er Lisa Gherardine, hún varð fræg eftir að hún sat fyrir hjá honum Leonardo"
"DaVinci?"
"Sagði einhver DaVinci!!!!" Segir skeggjaður náungi og tekur að dansa við diskótónlist.
"Sæll Leonardó!!!" hrópa allir í kór og svo er dansað í himnaríki fram á rauðan morgun.

Engin ummæli: