fimmtudagur, 9. desember 2004

Ljenzherrann er viðkvæmur í prófunum og auðvelt að koma honum úr jafnvægi. Í gær hringdi tryggingasölumaður í Ljenzherrann byrjaði að þvaðra um víðtækar fjölskyldutryggingar sem Ljenzherrann gæti ómögulega lifað án. Ljenzherrann var hins vegar á bólakafi í tvinnfallagreiningu og önugur eftir því. Samtalið endaði hálfri mínútu eftir að það hófst, með þeim hætti að Ljenzherrann öskraði í símtólið að honum heyrðist á öllu að hæstvirtur tryggingasölumaður hefði yfirborðskennt, illa þroskað og sjálfsmiðað tilfinningalíf.

Engin ummæli: