mánudagur, 8. nóvember 2004

Sakir mikilla anna við að leysa annarstigs óhliðraðar diffurjöfnur og leggja harðviðargólf hefir Ljenzherrann ekki haft tíma til að birta söguna góðu. Hann biðst velvirðingar á þessu, en viðurkennir þó ekki skaðabótaskyldu gagnvart þeim andlega miska sem örvæntingarfullir aðdáendur hans kunna að hafa orðið fyrir.


Ljenzherrann leggur það við drengskap sinn að sagan muni birtast á morgun mánudag en minnir jafnframt á það að hingað til hafi drengskapur þessi ekki talist mikils virði.

Engin ummæli: