þriðjudagur, 30. nóvember 2004

Ýmsir kunna að undrast um Ljenzherrann, hvar hann hafi haldið sig og hví hann hafi svelt aðdáendur sína og svipt þá sinni einu gleði. Sannleikurinn er sá að Ljenzherrann er búinn að koma sjer upp kammersveit. Undanfarnir dagar hafa farið í það að samhæfa dans og söng og að taka upp VIDEO sem nú loksins er tilbúið.

Það er valinn maður í hverju rúmi og Ljenzherrann fer sjálfur fremstur í flokki. Hann gegnir ýmsum skyldum, semur dansa og spilar á hljómborð ásamt því að vera andlegur leiðtogi hljómsveitarmeðlima og dansmeyja. Ljenzherrann leitast við að innræta þeim jafnaðargeð, og jafnaðargeð skulu þau fá.

Smellið hjer til að líta dýrðina augum.

(sýna þarf smá biðlund meðan gersemin hleðst inn)

Engin ummæli: