þriðjudagur, 9. nóvember 2004


Úlfaldar trúa á ástina og þessum tarfi þykir gott að láta tjóðra sig meðan hann gagnast sinni einu sönnu.

Að gera úlfalda úr mýflugusögu...
Ljenzherrann var einungis seytján ára gutti er hann hripaði þessa sögu niður og ber hún þess ugglaust merki. Ljenzherrann var um margt óreyndur og sagan yrði eflaust öðruvísi ef hún hefði verið rituð í dag, enda býr Ljenzherrann nú yfir talsvert betri skilningi á þeim tilfinningum sem að falleg stúlka getur vakið í hjarta ungs manns og þeirri angist sem oft vill fylgja því þegar slík stúlka hverfur á braut.

Ljenzherrann hefir oft verið spurður hvort Magga mýfluga hafi átt að vera hlutgerving á einhverri sjerstakri stúlku sem heillað hefði Ljenzherrann með nærveru sinni, en hrellt hann með fjarveru sinni. Svo var ekki. Ætli Magga mýfluga sje ekki bara einhver sem að Ljenzherranum, og reyndar öllum, langar til að hitta. Magga mýfluga er unglingspiltsins óður til ástar við fyrstu sýn og þeirra eldheitu ástríða sem sjást svo oft í bíómyndum frá Hollýwood og bókum úr rauðu seríunni. Söguna ber .þó ekki að túlka sem svo að Ljenzherrann beri sjerstakar kenndir til mýflugna, slíkt myndi aldrei ganga upp og þar að auki brjóta í bága við dýraverndunarlög.

Engin ummæli: