laugardagur, 16. október 2004

Áður en að Ljenzherrann fór út í gær þurfti hann að brúka þrjár tegundir af úða, deo í krikann, kölnarvatn á hálsinn og stíflulosandi í trýnið. Reyndar gerði þörfin fyrir þann þriðja það að verkum að fyrstu tveir úðarnir voru brúkaðir í heldur óhóflegu magni. Meira að segja Kavaljeranum af Kölnarvatni þótti nóg um fnykinn og skipaði Ljenzherranum í bað. Eftir að hafa skrúbbað Ljenzherrann hátt og lágt með svampi og spúlað af honum með háþrýstidælu, spurði Kavaljerinn Ljenzherrann hvaða lykt hann hafi verið með og skammtaði síðan vellyktandi á hann eftir eigin smekk.

Þessi saga er búin núna.

Engin ummæli: