fimmtudagur, 21. október 2004

Átt þú í erfiðleikum með hornaföllin?
Veistu ekki hvað er sínus og hvað er kósínus?
Langar þig að útvíkka hornaföllin fyrir öll hugsanleg horn?
Valda samlagningar, þáttunar og flatarmálsreglurnar þjer áhyggjum?

Þá er Ljenzherrann með rjetta matarræðið fyrir þig!!!
Haustkex, eina kexið með innbyggðu hnitakerfi og einingahring!!!

Reynslusögur úr daglega lífinu:
"Ég gerði mjer aldrei grein fyrir því að cos(x) = cos(-x), en þegar ég var búinn að teikna þetta með kavíar á Haustkex lá þetta ljóslifandi fyrir mjer!!! Og svo var þetta líka svo gott!!!"
Háttvirtur leiðindagaur

"Ég skilaði síðustu heimadæmum á Haustkexformi, ég vona bara að kennarinn borði þau ekki, því að mig langar svo í þau sjálfur"
Bjólfur J. Vamban

"Núna borða ég og læri stærðfræði í einu!!!"
Otto von GuerickeLjenzherrann af Kaffisterkt, ekki bara sniðugur gaur með fallega kokhlust, heldur líka lærifaðir.

Engin ummæli: