mánudagur, 25. október 2004

Í þessum skrifuðu stöfum er menntamálaráðherra í heimsókn í verkfræðideildinni, að athuga hvernig peningunum hennar sje varið. Ljenzherrann hefir tekið að sjer að teyma hæstvirtan menntamálaráðherra um verkfræðideildina og kynna henni örbirgðina og þann nöturlega veruleika sem að fátækir námsmenn mega þola í fjársveltri deild.

Ljenzherrann ljet koma upp pappakassaþyrpingu á bílastæðinu og valdi horuðustu stúdentana og velti þeim upp úr rusli og mold þannig að þeir yrðu hæfilega skítugir og illa lyktandi. Hverjum þeirra var síðan úthlutaður einn pappakassi til að húka í og þeim sagt að bera sig ákaflega illa á meðan Ljenzherrann teymdi menntamálaráðherrann framhjá í skoðunarferð um stúdentagarðana. “Þau komast ekki í tíma greyin, þá myndu kassarnir þeirra bara fjúka” Sagði Ljenzherrann spozkur.

Nemendur eru að sjálfsögðu vel undirbúnir undir komu hennar og ráfa skítugir og tötrum klæddir um skólabygginguna. “Og þetta er kaffistofan, en þar sem að námslánin hrökkva ekki bæði fyrir mat og pappakassa er hún meira notuð sem markaðstorg þar sem að nemendur geta selt úr sjer líffæri í skiptum fyrir rúðustrikaðan pappír og skriffæri.” Síðan strekkti Ljenzherrann tauminn og dró hana lengra. "Og hjer eru svo ruslatunnurnar, pjeningarnir sem fara í að gæta þeirra fyrir hungruðum stúdentunum myndu duga til að halda þjóðarbókhlöðunni opinni allan sólarhringinn”

Úr Sorpvirkinu (sorp-fortress) dró Ljenzherrann ráðherrann í dæmatíma í Eðlisfræði eitt errrrrrr. Í svitamettaðri stemningu í risastórum sal sátu nemendur og skrifuðu upp stafasúpu gríska eftir átta ára krakka. Ljenzherrann tekur til máls: “Velkomin í dæmatíma í eðlisfræði, strákurinn við töfluna er nýbúinn með skrift 3. Þar sem sultarólin hefir verið hert svo stíft var hann ráðinn í stað kennara og skrifar upp lausnirnar frá því í fyrra. Fínir tengikrókar á i-unum hjá honum.”

Á göngunni frá dæmatímanum og út á bílastæði gerði koldrullugur þurfalingur aðsúg að ráðherranum og tók að hossa sjer á fótum hennar að hætti kynsveltra hunda. Ljenzherrann baðst pardón, sparkaði niðursetningnum út í horn, fór til hans gaf honum vindlingsstúf og klapp á kollinn. Síðan sagði Ljenzherrann menntamálaráðerra að það borgaði sig sennilega ekki að bera ilmvatn á stað sem þessum. Ráðherra var brugðið og Ljenzherrann setti upp áhyggjufullan svip. "við skulum vona að hann komist í vísindaferð á föstudaginn, þá fær hann kanske að eta og drekka"

Að lokum tókst Ljenzherranum að koma henni óhultri inn í embættisbifreið sína og í gegnum rifu á glugganum spurði Ljenzherrann menntamálaráðherrann hvað hefði slegið hana mest. Hún rjettir fram vísifingurinn og svarar föl og fá: "þessi ógeðslegi guli pallbíll"

Engin ummæli: