föstudagur, 10. september 2004

Ljenzherrann af kaffisterkt- akademiker af fyrsta kvalitet
Sum skrímsli eru svo mögnuð að rúmlega tvær vikur tekur fyrir sjerfróða aðila að úrskurða hvort að þau sjeu lífs eður liðin. Stærðfræðgreining 2B er slíkt skrímsli.

Ljenzherrann af Kaffisterkt í harðri rimmu á bókasafninu

Í ágúst eyddi Ljenzherrann margri sólskinsstundinni inni á grámyglulegu bókasafninu við að læra ýmis bellibrögð og óþverraklæki til að geta brugðið fæti fyrir þetta skrímsli. Þegar hann lygndi aftur augunum ímyndaði hann sjer að hann væri fornaldarkappinn Tristam og yfirfærði alla
sína kvöl og pínu yfir á lífshlaup hans. Rjett eins og Tristam, æfði Ljenzherrann fimi sína, en í stað sverðs og skjaldar kom blýantur og strokleður. Vígvöllurinn var rúðustrikaður pappír og þar æfði Ljenzherrann sig í að munda vopn sín með það að markmiði blýanturinn skildi eftir sig merkileg strik og fígúrur, en strokleðrið verði hann gagnvart því þegar skepnan leiddi hann á villigötur. Þegar þreytan svarf að skálaði lærdómsflokkur Ljenzherrans í ódáinsdrukknum Magic en í huga hans breyttist sænska sullið umsvifalaust í drykkinn fræga sem Tristam hefði betur hellt í sjóinn. Ef til vill verkaði hann þó sem slíkur.

Í gær lauk loks læknisskoðun eftir bardagann mikla. Í 76% tilvika voru einungis gefin út áverkavottorð en öðrum voru afhent dánarvottorð. Áverkavottorð eru einskonar ígildi annarar hólmgöngu, en gefa verður skrímslinu tíma fram að jólum áður en hægt er að ráðast aftur til atlögu. Skrímslið verður að fá að jafna sig og safna spiki. Dánarvottorðunum fylgja hinsvegar þau forrjettindi að handhafar þeirra hafa kveðið stærðfræðigreiningu 2 í kútinn fyrir lífstíð.

Ljenzherrann, sem í óráði hafði gert ráðstafanir til að fá ný vottorð send með sms-um, var orðinn að taugahrúgu eftir að hafa um nokkurra daga skeið hrists og skolfið í hvert skipti sem hann fjekk sms. Hann hírðist milli vonar og ótta um það hvort vottorðið hann fengi. Loks kom þó niðurstaðan, Ljenzherranum hafði auðnast að veita óværunni banasár. Miklu fargi var af honum ljett og hið eina sem skyggði á Ljenzherrans gleði var sú staðreynd að ekki náðu allir úr Ljenzherrans lærdómsflokki að gera slíkt hið sama.

En nú spyr Ljenzherrann, það hlýtur að vera eitthvað að ef að fallprósentan er 76%. Þeir eru greinilega ekki nægjanlega vel jarðtengdir þessir prófessorar, kanski kunna þeir bara ekki á “internetið”...

Engin ummæli: