miðvikudagur, 8. september 2004

Föstudagskveld í þremur hlutum- þriðjihluti
Peni litli pennastrákurinn fjekk þá hugdettu að fá sjer í gogginn og svo varð úr. Í suddalegum sendiferðabíl á Lækjartorgi eru seldir hamborgarar og pylsur, þangað vildi pennastrákurinn og þangað fór hann. Í röðinni á undan þeim fjelögum var maður nokkur með “sixpensara” svokallaðan á höfði. Tók hann að blanda geði við föruneytið og hóf samtalið á að segja brandara.

“Vitiði hver fyrsta svarta hóran var?”
Pennastrákurinn snýr sjer ergilegur við og svarar:

-“það er víst best að ég segi ekki neitt því að annars fýkur í þig”
Ljenzherrann hefir sjaldan um sína daga sjeð jafn hárbeitta svívirðingu framkvæmda með jafn snyrtilegum hætti. Ekki einu sinni Hercule Poirot gæti komist náægt þessu, og er hann þó með uppásnúið yfirvaraskegg.Hercule Poirot þykir gott að fá sjer kaffi þegar hann er nýbúinn að snúa upp á skeggið.
Því miður fattaði sixpensarinn ekki að verið var að gera grín að sjer og heldur því áfram með brandarann og snýr sjer að Ljenzherranum. Ljenzherrann veit af fyrri reynslu að eina leiðin til að losna við svona brandarakarla er að eyðileggja fyrir þeim brandarana og segja kanske leiðinlegan á móti.

“Nei, hver var fyrsta svarta hóran???” spyr Ljenzherrann og glápir út í loftið.

-“renta kunta” svarar sixpensarinn kíminn og greinilega stoltur af sjálfum sjer fyrir að kunna svona fyndna brandara. Sixpensarinn tyllti sjer á tá og beið með öndina í hálsinum eftir því að föruneytið færi að reka upp hrossahlátur. Þess í stað fær hann ekkert nema: “Ha?” frá Ljenzherranum, sem að var búinn að setja upp spari-skítaglottið sitt. Sixpensarinn gerir sjer grein fyrir því að draumur hans um að vekja hlátur hjá föruneyti Ljenzherrans sje að engu orðinn og segir daufur í dálkinn:

“rent a kunta, æi muniði ekki eftir sjónvarpsþáttunum roots? Kunta Kinte og .....”
-“Nei, það gerum við ekki og skammastu þín!!!”

Þessi mynd var tekin síðast þegar þessi brandari var sagður
Ljenzherrann veit af fyrri reynslu að enginn brandari er það góður að það drepi hann ekki alveg að segja ha? eftir pönsið. Þar sem að þessi brandari var virkilega ljelegur varð útkoman skelfileg eftir því. Og til að slá botninn úr tunnunni segir Ljenzherrann einn brandara.
"Einu sinni voru tvö egg að labba yfir gangbraut, eða voru það kanski ekki egg??? jæja gildir einu, hvernig var þetta aftur, eggin flýttu sjer svo mikið yfir götuna af því að það var að koma rúta að þau hlupu eins hratt og þau gátu. En þau pössuðu sig ekki nógu vel, rákust saman í einhverju óðagoti, sprungu bæði og láku yfir alla götuna og svo keyrði rútan barasta yfir alltsaman, heldurðu að sje svínarí???!!!"
"-Áttu þetta ekki að vera tómatar sem að urðu að tómatssósu"
"Gæti verið, ég velti mjer aldrei upp úr svoleiðis smáatriðum"
Og síðan sást sixpensarinn mjaka sjer út úr þessari jarðarfararstemningu, og þá hló föruneytið.
Þegar Peni litli pennastrákurinn er búinn að naga buff-fylltu-berlínarbolluna sína er ákveðið að leysa upp föruneytið. Úr verður að Gavon fær að verma sófann hjá Ljenzherranum og saman taka þeir leigubíl heimleiðis. Ljenzherrann stendur tígullegur á miðri götunni og kinkar kollinum í áttina að leigubíl sem neglir við það niður og drengirnir stíga sitthvorum megin inn. Gavon greyið er í þungum þönkum yfir veskinu sínu og heyrir ekki þegar Ljenzherrann fer að tauta eitthvað í áttina að honum. Gavon starir bara út um rúðuna en eyrun á bílstjóranum stækkuðu um allan helming. Þegar bifreiðin renndi í hlað við Ljenzherrans slot spyr leigubílstjórinn hálf vandræðalegur hvort að þeir fari ekki báðir út hjerna. Jú jú, báðir fóru þeir út og rúlluðu í hláturskasti út á gangstjett.

Að mesta hlátrinum loknum fer Gavon að velta sjer upp úr því hvers vegna leigubílstjóranum hafi þótt þetta svona sjálfsagt mál. Ljenzherrann spyr þá hvort að Gavon hafi ekki heyrt það þegar hann snjeri sjer að honum og mælti : “mikið gasalega eru þetta fínar buxur sem að ég keypti á þig”
Og lýkur hjer af Ljenzherranum af Kaffisterkt að segja.

Engin ummæli: