mánudagur, 6. september 2004

Þar sem að málæðið ætlar Ljenzherrann að drepa, neyðist hann til að birta þessa frásögn í þrem hlutum
Föstudagskveld í þremur hlutum-fyrsti hluti

Á föstudaginn um áttaleytið rúlluðu fjörtíu pissfullir verkfræðinemar út úr rútu við Lækjartorg og ultu inn á knæpuna Pravda. Þeir höfðu verið í vísindaferð í Einingaverksmiðjunni en ferðir þessar eru í stuttu máli þannig að stúdentar eru teymdir í halarófu um fyrirtækin sem endar í sal með veitingum í fljótandi og föstu formi. Þar troða stúdentar mat í magann en bjór í vasana. Flestir muna eftir að hafa komið en fæstir geta gert ítarlega grein fyrir því hvernig þeir komust niður í bæ en sannleikurinn er sá að þangað er stúdentunum ekið í langferðabílum þar sem þeir halda ótrauðir áfram að drekkja heilafrumum sínum í áfengi. Þetta eru einmitt sömu heilafrumur og íslenska ríkið er búið að eyða milljónum í að standsetja.


Þýzki skiptineminn Emil blandar geði við íslenzkan stúdent í Einingaverksmiðjunni.

Ljenzherrann átti ekki til aukatekið orð, klukkan hálfníu á föstudagskveldi var Pravda alveg jafn kjaftfullur af pissfullu liði eins og klukkan væri þrjú á sjálfu gamlárskvöldi. Háskólastúdentar frá HÍ og HR hristust þarna í fjörugum kokteil og Ljenzherrann tók þátt í öllusaman.

Peni litli pennastrákurinn sem drukkið hafði Einingaverskmiðjuna einsamall undir borðið vatt sjer beinustu leið á barinn hrósaði happi er hann frjetti hvað ölið kostaði. “þrjúhundruð og tuttugu! Haldiði að það sje góðæri!!! fá þrjá takk fyrir!!!” og ölið drakk hann. Ljenzherrann komst hinsvegar að því að á annarri hæðinni var bjórinn ókeypis og hjelt hann sig því þar uns síðasti dropinn úr spena Heiðrúnar hafði runnið niður kok hans. Þá þakkaði hann þeim HR liðum pent fyrir sig og hjelt aftur niður stigann til fundar við fjelaga sína í HÍ. Þegar niður var komið þakkaði hann sínum sæla fyrir að hafa ekki gleymt neinu á efri hæðinni því að miðað við ástandið sem hann var í, var tvísýnt hvort að hann hefði ráðið við það að komast af sjálfsdáðum aftur upp stigann. Ljenzherrann hjelt því næst til fundar við Pena litla pennastrákinn sem þá var orðinn rjóður í kinnum og farinn að kíma. Þurfti Ljenzherrann oft að hlaupa til og rjetta pennastrákinn við því að því, eins og áður hefir komið fram á þessum síðum fer áfengið beint í jafnvægis og stoðkerfið hjá Pena.

Þegar sú þrá vaknaði hjá Ljenzherranum að fara á fund fagurra meyja hrinti hann pena litla pennastráknum inn á dansgólfið. Í mannlegum veltipjetri sínum steig peni litli pennastrákurinn báruna í takt við hljómfallið og þótti bara nokkuð góður. Sumar sagnir herma að hann hafi jafnvel gert lukku hjá stúlkunum, en það er sennilega bölvuð lygi.Af Ljenzherrans kvennafari er það helst að frjetta að það bar lítinn ávöxt. Enn um sinn má hann því einsamall feta hinn fáfarna stíg frábærleikans.
-Framhald á m0rgun-

Engin ummæli: