sunnudagur, 19. september 2004

Af þágufallssýki og drykkfelldum uglum.
Eins og frægt er orðið fjekk Ljenhzerrann heiftarlega þágufallssýkingu í málbeinið í liðinni viku. Sem betur fer er hann nú á batavegi og í stað þess að hreyta fúkyrðum í þágufalli að þeim sem að vilja leiða hann úr þunglyndinu er nú farinn að fara sjálfviljugur í hressingargöngutúra af sjúkrabeði sínu .

Ljenzherrann var farinn að braggast svo mikið síðastliðinn föstudag að hann brá sjer í vísindaferð til að sinna embættislegum skyldum sínum sem ljósmyndari. Eins og vanalega var liðið alveg einstaklega blautt, en Ljenzherrann hefir aldrei um sína daga sjeð annan eins drykkjurút og uglu eina sem er farin að venja komur sínar í vísindaferðirnar.


Ugla þessi er einstaklega drykkfelld og var hún búin að koma sjer makindalega fyrir við barinn. Barþjónarnir voru duglegir að bera í hana í sjerstökum glösum í uglustærð, enda er hún þekkt fyrir að gefa rausnarlegt þjórfje. Þegar hún var loksins búin að fá nóg greiddi hún reikninginn sinn og bað unga stelpu um að setja sig niður á gólf. Síðan náði hún í stromphattinn sinn og regnhlífina í fatahengið og hjelt gangandi heim á leið, því allar drykkfelldar uglur vita að það borgar sig ekki að fljúga undir áhrifum.

Engin ummæli: