þriðjudagur, 27. júlí 2004

Abnormal
Eins og flestir vita þá er Ljenzherran sólginn í ab mjólk og normalbrauð og getur unað sjer dægrin löng við að belgja sig út af slíkum veisluföngum. Það var svo einn daginn að Ljenzherrann lá nakinn á ísbjarnarfeldi og var að háma í sig normalbrauð og lepja ab mjólk úr whiskey-glasi að hann fjekk snilldarhugmynd.
"Afhverju ekki að sameina þetta tvennt, baka normalbrauð með ab mjólk, já hví ekki, mikið ertu nú snjall... hvernig get ég verðlaunað mig????"
Hugsaði Ljenzherrann og makaði ab mjólk á bringuna á sjer og drakk restina af fernunni af stút. Svo hljóp hann valhoppandi heim að baka.

Ljenzherrann er liðtækur með svuntuna og hafði því ekki fyrir því að klæða sig að öðru leiti. Brátt leit brauðið dagsins ljós og var ljúffengt. Ljenzherrann sveipaði af sjer svuntunni og hljóp með eina sneið út í Björnsbakarí til að gefa Birni bakara að smakka. Einhverra hluta vegna vildi Björn ekki þiggja brauðið og ljet vísa Ljenzherranum á dyr og kallaði hann strípaling. Björn var vinsamlegast beðinn um að ét´ann sjálfur.

Ljenzherrann fann fyrir höfnun og honum leið illa. Hann fór út í tíu ellefu og keypti sjer heilan líter af abmjólk sem hann makaði á bringuna á sjer, en ekki leið honum betur við það. Hann gekk sorgmæddur um bæinn með hvíta bringu og sneið af brauðinu sem honum fannst svo gott undir höndinni.

Ljenzherrann fór niður á tjörn og ætlaði að leyfa öndunum að njóta brauðsins sem Björn bakari var of góður fyrir. Hver biti sem hann reif af sneiðinni og grýtti í endurnar var biti af hjarta hans og þegar hann var búinn að reyta hálfa sneiðina var hann farinn að gráta beiskum tárum. Og þó svo að Ab mjólkin væri holl stóðst hún ekki táraflauminn og fór að leysast upp. Hún fór að leka niður líkamann í litlum hvítum læk. Lækurinn rann ofan í vatnið og breiddi úr sjer eins og hvítt olíuslys. Fuglarnir hörfuðu undan þessari hvítu brák og Ljenzherrann stóð einn eftir. Hann kramdi restina af brauðinu innan í krepptum hnefanum og sendi það svo í löngum boga í átt að ráðhúsinu.

Ljenzherrann kraup nakinn niður og leit sorgmæddur og spyrjandi á spegilmynd sína í hvítu vatninu. "Hversvegna vill enginn brauðið mitt, hversvegna vill enginn abnormalbrauðið mitt???"Engin ummæli: