sunnudagur, 20. júní 2004

Með hjólbörum og lúðrablæstri
Ljenzherrann bauð Kavaljeranum af Kölnarvatni til sín í vinnuna. Settust þeir inn í jeppabifreið þá er Ljenzherrann hefir til afnota og óku um vinnusvæðið.

Á vinnusvæði þessu aðhafast menn ýmislegt og er því margt að sjá og skoða. Ljenzherrann benti á hverja gröfuna á fætur annarri og taldi upp ýmsar staðreyndir um þær, en Kavaljerinn geispaði bara og ljet sjer fátt um finnast.

Það var ekki fyrr en þeir óku fram hjá garðyrkjufólkinu sem að það lifnaði yfir Kavaljeranum, en þar sá hann glitta í stúlku sem var að gróðursetja af miklum móð í einu beðinu. Hafði hún stillt norðurendanum upp í loftið til sýnis en glitta mátti í andlit hennar blasti við á hvolfi á milli regngallaklæddra lappanna.

Það skipti engum togum að Kavaljerinn reif upp handbresmuna á sjerstakri embættisbifreið Ljenzherrans, rykkti upp hurðinni og rauk út.

Kavaljerinn klikkaði reyndar á einu. Í öllum látunum láðist honum að taka af sjer öryggisbeltið og því lá karlinn eins og slitti utan í bílnum og gat sig hvergi hrært. Kavaljerinn myndi dúsa þarna enn, hefði Ljenzherrann ekki komið til bjargar.

Stúlkan, sem var með gríðarmikil heyrnartól, söng bara með Björgvins Halldórs bezta lagi sem þá hljómaði í útvarpinu og tók ekki eftir neinu. Kavaljerinn skaust hinsvegar eins og rotta inn í embættisbifreið Ljenzherrans og skellt hurðinni á eftir sjer með svipuðum tilþrifum og hún hafði verið opnuð örfáum sekúndum áður.

“O sei sei” sagði Ljenzherrann og setti í gír.
“ÉTTANN SJÁLFUR!!!!” öskraði Kavaljerinn og gerði látbragð með lúkunum.

Ljenzherrann ók nú af stað og hjelt áfram að tauta um það sem fyrir augu bar. Kavaljerinn þagði hinsvegar um stund, en bað Ljenzherrann loks að redda sjer grænni málningu, hrossataði, stígvjelum, regnbrókum, fyrirtaks gróðurmold og slatta af birkiplöntum eða loðvíði.

Ljenzherrann varð að þessari bón og fyrr en varði hafði Kavaljerinn umbreyst í mikinn garðyrkjusjerfræðing með græna fingur. Ljenzherrann klappaði saman lófunum af hrifningu og leysti hann út í leiðangurinn með spánýjum hjólbörum og lúðrablæstri.

Kavaljerinn minnti helst á móngólskt vagnhross þar sem hann spændi af stað með hjólbörurnar sneisafullar af mykju og græðlingum ýmisskonar. Var hann í miklum veiðihug og var fartin slík að hann náði varla beygjunni út af planinu.

Ljenzherrann sá á eftir Kavaljeranum hverfa inn í gróðurbeðið og svo birtist hann aftur örfáum sekúndum síðar, en var þá búinn að tæma hjólbörurnar af loðvíði og kominn með bölvaða dræsuna í staðinn. Rúllaði hann henni skælbrosandi á undan sjer í hjólbörunum inn á nærliggjandi hótel.

Tuttugu mínútum síðar var Kavaljerinn mættur aftur í alveg prýðilegu skapi og bað Ljenzherrann endilega um að sýna sjer eitthvað fleira.

Engin ummæli: