laugardagur, 1. maí 2004

Ljenzherrann af kaffisterkt er mjög heilsuhraustur maður, en eitt sinn lá fyrir grey karlinum að bregða sjer til læknis. Ljenzherranum er satt að segja lítt gefið um þessa loddara og þeirra fúsk.

Ljenzherrann sagðist vera með kvef og í refsingarskyni lamdi doktorinn hnjeð á honum með hamri og ljet hann hósta í pípu. Að viðurgjörningi þessum loknum var Ljenzherranum sagt að koma aftur ef þetta lagaðist eigi innan tveggja vikna. Þakkaði skottulæknirinn svo kurteislega fyrir sig og afhenti reikninginn.

Ljenzherrann greip þess í staðinn hnjehamarinn, lamdi hressilega í kollinn á doktornum og sagði svo “jæja, þá erum vjer kvittir”

Eftir að hafa afgreitt höggið svona ljómandi vel, uppgötvaði Ljenzherrann að sennilega lægi það ágætlega fyrir honum að verða læknir.

Ljenzherrann ljet knje fylgja kviði og fór og ljet sauma sjer læknisföt. Ljet hann saumakonurnar taka sjer mál, einu sinni af nauðsyn, en svo aftur af ánægju. Jakkann vildi Ljenzherrann hafa mikinn og embættislegan, með vösunum utaná, gylltum hnöppum og axlaspeldi að hermannasið. Buxurnar áttu að vera aðskornar um hnje, en mjög slútandi um rass og lendar. Leðurstígvjel keypti hann sjer með járnhæli, til að fá viðeigandi takt er þeim væri slegið saman. Höfuðfatið var endurbættur sixpensari, hafinn mjög að framan með reisn, sjerstaklega bróderaður eftir tilskipum Ljenzherrans sjálfs og glansderi. Hófust nú aðgerðir.

“Hinn sjerdeilis prýðilegi og hálærði lækningameistari, Ljenzherrann af Kaffisterkt, hefir opnað stofu að Batavegi 12C, þar praktísjerar hann almennar lækningar og vinnur á ýmsum kvillum”

Áður en varði fylltist biðstofan hjá Ljenzherranum og var hann með heilan her í vinnu. Ljet Ljenzherrann meðal annars smíða fyrir sig glerbúr samkvæmt kúnstarinnar reglum, en inni í því sátu konur sem skrifuðu hverjum sjúklingi myndarlegan reikning. Einnig unnu fjölmargir gott starf við að framkvæma ýmsar lækningakúnstir, svo sem að slá í hnjen á sjúklingunum, láta fólkið hósta, og segja því að koma aftur viku seinna til frekari rannsóknar, væri kvillinn eigi horfinn.

Ljenzherrann sjálfur iðkaði flestum stundum þá kúnst er golf nefnist, og mörgum þykir líkust því að koma tannkremi aftur í túpuna. Hann sá þó um að stunda þá sjúklinga sem komu í seinna skiptið, en þeirra beið hugvitsamleg meðferð. Fengu þeir vissan skammt af ,,kaffisterku” í báða enda. Fullvissaði Ljenzherrann sjúklinga sína um það að kaffið sterka myndi mætast í miðjum líkamanum og hafa þar gagnsamlega verkan.

Að lokinni uppáhellingu stakk Ljenzherrann við svo búið korktappa í norðurendann á sjúklingum sínum til að halda aftur af gjóskuvirkninni. Kvaddi hann þá síðan með virktum og sendi til stúlknanna í glerbúrinu sem leystu þá síðan út með glæsilegum reikningi. Tilmæli fengu sjúklingarnir einnig þess efnis að þrem tímum liðnum ættu þeir að fara einir síns liðs út á bersvæði, leggjast á grúfu með andlitið móti vindi, halda sjer fast og losa um tappann.

Einstaklingar þessir hrufluðust ef til vill á hnjánum við aðfarir þessar en lifðu við hestaheilsu alla tíð síðan og tilbáðu Ljenzherrans nafn og persónu.

Einungis er vitað um eitt tilfelli þar sem illa fór, en þá var það stúlka nokkur, en hún lenti í Kavaljernum á leiðinni heim til sín.

Kavaljerinn hefir nú bleytt í þeim nokkrum og var því ekki lengi að plata hana upp í rúm, bölvaður melurinn. Urðu kynni þeirra endasleppt því þegar Kavaljerinn var farinn að gramsa henni til fryggðarauka, gat hann auðvitað ekki sjeð korktappann í friði.

Engin ummæli: