föstudagur, 7. maí 2004

Allt í skyri og rjóma.
Svo virðist sem það hafi spurst út að Ljenzherrann af Kaffisterkt stýri ljeni sýnu með miklum sóma. Í Mogganum í dag var birt hjeðan lítil klausa og í ljósi nýtilkominnar frægðar hyggst Ljenzherrann auglýsa eftir hjúskaparefni.


Hvað segiði, eigiði ekki handa mjer kellingu???

Stúlkan atarna skal undir það búin að fæða Ljenzherranum marga hrausta syni og skulu því barnsburðarmjaðmir nefndar sem fyrsti kostur. Ljenzherrann hyggst eigi stunda kynferðismök fyrir giftingu, og þá einungis í getnaðarlegum tilgangi því Ljenzherrann hefir eigi fjölgunardropana í flimtingum. Að sjálfsögðu myndu þau sofa í aðskyldum rúmum, en Ljenzherrann má vart til þess hugsa að fólk skuli vera að nudda sjer saman lon og don. Oft fer slík viðurstyggð fram í amerískum saurlífisrekkjum, sem eru sjerstaklega til þess útbúnar, með fullkomnu gormakerfi og öðru slíku er veitir hentuga eigintíðni. Ljenhzerrann áskilur sjer þó rjett til að sýna blíðuhót á sjerstökum stundum.

Stúlkan skal ennfremur vera pen, dagfarsprúð og hvers manns hugljúfi. Krafist er lágmarksþekkingar í að sjóða sultur og grauta, einnig væri gott ef hún kynni að setja í salt og súr.

Engin ummæli: