fimmtudagur, 20. maí 2004

Af Ljenzherrans bókaforlagi.
Ljenzherrann hyggst gefa út lærdómsrit í fjelagi við Einar Flygering en Einar Flygering er lítill og hress heiladingulsdvergur sem á ráð undir rifi hverju.

Einar passar ágætlega undir höndina og þar er hann kóngur í ríki sínu. Þangað lætur hann færa sjer kaffi og ljettar veitingar og Þaðan skipar hann fyrir, skrafar og gefur góð ráð. Takmarkast því efni bókanna við það sem hægt er að gera með annarri hendi auk þess sem ýmsar brellur fá að fljóta með.

Bækur þessar eru sannkölluð fróðleiksnáma fyrir alla þá sem lengi hefir dreymt um að rækta með sjer hæfileikann að gera með einari hendi.

Fyrstu bækurnar eru þegar komnar í prentun. Önnur þeirra er matreiðslubók og í henni eru ýmsir rjettir sem hægt er að töfra fram með annari hendi. Hin bókin er beint framhald og þar kennir Einar borðsiði sem jafnvel eru konungum sæmandi.

Bækurnar heita:
Eldað með Einari.
Borðað með Einari.


Væntanlegar:
Prjónað með Einari.
Golf með Einari.


Fyrstu fimmtíu til að panta sjer tvær bækur fá "Boxað með Einari" á sjerstöku afsláttarverði.

Engin ummæli: