sunnudagur, 11. apríl 2004

Páskahugvekja Ljenzherrans
Á jólum gefa mennirnir hverjum öðrum gjafir í tilefni af því að Jesú á afmæli og eta þar til þeim verður bumbult af steiktu keti og ýmisskonar kræsingum. Þegar kemur að því að fagna deginum sem hann reis upp frá dauðum belgja hinir sömu menn sig út af stórum eggjum úr súkkulaði.

Svo segir sagan að Jesú hyggist koma aftur og þá verður nú aldeilis gaman að vera til fyrst að fyrsta heimsóknin lukkaðist líka svona ljómandi vel.

Ljenzherrann vonar samt að þetta hafi ekki verið eini ávinningurinn af þessari píslargöngu kappans.

Engin ummæli: