föstudagur, 2. apríl 2004

Mannslíkaminn er ólíkinda tól, í æðri enda hans má láta pítsur hamborgara og Scnitzel og kemur þá úr óæðri endanum brúnn leir, mis þykkur, og talsvert af lofti. Einn af þeim merkilegri sem hafa yfir slíku apparati yfir að ráða er “peni litli pennastrákurinn.”

“Peni litli pennastrákurinn” hefir djúpa rödd og gengur örna sinna tvisvar á dag. Meltingarfæri hans gefa svissnesku úrverki ekkert eftir hvað nákvæmni varðar, en athöfnin fer fram stundvíslega klukkan eitt og klukkan fimm hvern dag. Komi peni litli pennastrákurinn því við, predikar hann á “kontornum” sínum, sem er klósett fyrri fatlaða og staðsett er í VR2. Klósettskálin sjálf er óvenju stór og egist hann þar í miklum tengslum við almættið, en einnig er þar mjúkur pappír og vellyktandi sápa.

"Peni litli pennastrákurinn" er manna stoltastur af því lofti sem streymir út um endaþarm sinn, og er ekki nískur á að gefa gestum og gangandi prufur. Sú athöfn fellst í því að þegar hann finnur að gustur er farinn að safnast í afturendann myndar hann kramarhús með lófa sínum, færir höndina við pústið á sjer, fyllir hana af eiturgufum sem hann eys svo að vitum einhvers sem nálægt honum stendur. Svo hlær hann stórkallalega á meðan menn grípa andann á lofti, ákalla skapara sinn og lofa öllu fögru, fái þeir að sleppa heilir úr þessum hremmingum.

Ljenzherrann á forláta vasaúr, en hafði illu heilli gleymt að trekkja gangverkið og þar með hafði úrið stöðvast. Ljenzherranum til mikillar ánægju sjer hann “pena litla pennastrákinn” skjótast inn á “kontorinn” sinn. Ljenzherrann veit nú hvað klukkan slær, trekkir úr sitt og stillir klukkuna á eitt, Ljenzherrann leggur eyrað á hurðina og þegar hann heyrir að sá fyrsti hjá “pena litla pennastráknum” skellur í vatnið þrýstir hann inn pinnanum á úrinu sem tekur að mala inn sekúndurnar.

Ljenzherrann getur hins vega ekki setið á stráki sínum með að hrekkja “pena litla pennastrákinn” á þessu auðmjúka andartaki. Dregur hann því upp úr pússi sínum forláta lykil sem þeirrar náttúru er gæddur að geta opnað allar dyr.

Er “pena litli pennastrákurinn” heyrir að hurðin er að opnast fellur honum allur ketill í eld, baðar út höndum og fótum og gefur frá sjer hin torkennilegustu hljóð. Hann missir loks jafnvægið, dettur afturfyrir sig og það síðasta sem Ljenzherrann sá af honum voru niðurgirtar brækurnar sem fylgdu löppum og búk eftir ofan í salernið.

Ljenzherrann gapir af undrun og getur sig hvergi hrært, hann heyrir þó hróp og köll “pena litla pennastráksins” bergmála upp úr klósettinu, en hann virðist hafa fengið “mjúka” lendingu í eigin afurðum.

Ljenzherrann finnur loks að þrifið er í sig og honum fleygt úr dyrunum. Var þar á ferð stór og feitur maður, sem kjagaði um eins og hann þorði ekki að taka stór skref. Hurðinni er skellt í lás og Ljenzherrann heyrir brátt mikið splask og læti og örvinglunaróp frá “pena litla pennastráknum” sem var í lítt eftirsóknarverðri aðstöðu. Loks heyrist sturtað niður og þá veit Ljenzherrann að “peni litli pennstrákurinn” er horfinn.

Til að friða samvizkuna hefir Ljenzherrann daglega æ síðan, haft það fyrir sið að sturta ofan í þetta klósett einni samloku með rækjusalati og hálfum líter af kóki í dós.
Hjer fer á eftir erfikvæði um “pena litla pennastrákinn”

Peni litli pennastrákur, gaf okkur prufur
Peni litli pennastrákur, eitraðar gufur
settist um daginn, á klósett í friði og ró
en týndur er hann núna, einn í stórri þró

Engin ummæli: