miðvikudagur, 7. apríl 2004

Ljenzherrann þykir 24 karata kvennagull og sannkallaður læðuljómi. Oft hefir hann verið spurður um ráð í þessum efnum og hyggst Ljenzherrann nú verða við því.

Að næla sjer í huggulegar stúlkur er eigi ólíkt veiðimennzku. Sumir hyggjast veiða sjer framtíðarkvonfang, en aðrir aðhyllast sportveiðar, og sleppa bráðinni aftur að notkun lokinni. Ljenzherrann minnir slíka menn á mikilvægi þess að taka hressilega til fótanna, því ekkert er hættulegra en særð bráð.

Bezt er að iðka veiðar á knæpum svokölluðum. Varðandi veiðiaðferðir fæst eigi betri kennsla heldur en að fylgjast með náttúrulífsþáttum, en margt má læra af því að horfa á pardus eltast við antilópur.

Þegar pardusinn hefir komið auga á hóp af myndarlegum antilópum vaknar upp í honum hið sterka veiðieðli. Hann fer að ókyrrast og sleikir út um, því hann veit að það er veisla er framundan. Hver einasti vöðvi í honum er stinnur sem grjót og hver einasta taug er spennt sem bogastrengur. Hann leggur þó eigi strax til atlögu því pardusinn, sem veiðir einsamall, má sín lítils gagnvart hópi af hraustum antilópum.

Pardusinn kemur sjer því fyrir í fylgsni, sætir færis. Það kemur styggð að hópnum og þær hlaupa að vatnsbólinu. Pardusinn læðist í humátt á eftir og hefur auga á dindlum þeirra. Það kurrar í honum af ánægju þegar þær eru komnar í vatnsbólið, því hann veit að að antilópurnar eru þyngri á fæti og auðveldari viðeignar þegar þær eru búnar að súpa nægju sína.

Eftir sopann fara antilópurnar yfirleitt á “sljettuna miklu” til að hlaupa um í hópnum sínum. Þá ríður á kænsku pardusins, hann stekkur af stað, inn í hópinn miðjan, hann ætlar að tvístra honum. Sumir pardusar ráðast beint á þá antilópu sem er þyngst á fæti eftir vatnsbólið, en aðrir hafa ríkt veiðieðli og unun af eltingarleiknum. Þegar pardusinn er búinn að króa af bráð sína hefir teningunum verið kastað.

Pardusinn grípur hrömmum sínum utan um bráð sína og særir hana með biti í munn hennar. Síðan dregur hann hana í bæli sitt, þar sem hann matast fram eftir nóttu.

Yfirleitt fara antilópurnar til himnaríkis á meðan pardusinn kjamsar á þeim.

Engin ummæli: