sunnudagur, 4. apríl 2004

Hvað er yndislegra en kvef og hálsbólga?
Ljenzherrann á sínar beztu stundir með kvef og hálsbólgu, en honum hefir ætíð þótt það hin bezta skemmtan að hósta og hnerra. Ekki nóg með að röddin verði dýpri og mikilmannlegri, skaffar hálsbólgan einnig staðgóðar máltíðir í formi slíms. Sverfi hungrið að er því nóg að hósta rösklega, eða sjúga duglega upp í nefið.

Með slími þessu mælir Ljenzherrann með 1998 Chianti Classico frá Castello di Ama. Þetta er mikið vín og kryddað og mýkir hálsinn eftir allan hóstann sem þarf til að ná slíminu upp í munn, þaðan sem því er kyngt.

Stíflað nef eykur svo enn á lystisemdirnar, því fátt er skemmtilegra en að reyna að matast á meðan slíku ástandi stendur. Allra mesta fjörið er samt að ganga til náða gersamlega stíflaður í nefinu. Þá þarf maður að liggja á bakinu, með munninn opinn. Sjertu heppinn muntu vakna upp um miðja nátt með munninn skraufaþurrann. Tilvalið er að nýta þetta tækifæri til ýmissa vísindalegra tilrauna.

Kátir sveinar ættu að gera sjer kapp úr því að snýta sem mestu magni í pappír. Þá fer bezt á að tiltæk sje lítil vog.

Engin ummæli: