fimmtudagur, 8. apríl 2004

Dregið í genahappadrættinu
Það upplýsist hjer með að fyrir klukkutíma fæddist Ljenzherranum systir, og á hann nú tvær. Er þetta að vísu hálfsystir og hyggur Ljenzherrann á leiðangur til að rannsaka í hverju slíkar systur sjeu frábrugðnar hefðbundnum, hvort skipt sje við mitti, eður eftir búknum endilöngum.

Sje skipt í miðju er ellegar hægt að spila við hálfssysturina Ólsen eða fara með hana í gönguferðir, eftir því hvorn helminginn er um að ræða. En ekki myndi hún þó njóta útsýnisins í slíkum ferðum.

Engin ummæli: