fimmtudagur, 4. mars 2004

Ljenzherrans tengsl við Kavaljerinn.
Þetta var eigi í fyrsta skipti sem leiðir Ljenzherrans og Kavaljersins lágu saman. Kavaljerinn er einn af þessum mönnum er aldrei sjest út í búð að kaupa klósettpappír og kjötfars, eða í banka að greiða rafmagnsreikninginn. Það bregst hins vegar eigi að þegar Ljenzherrann bregður sjer út af galeiðunni þá rekst hann á kauða, angandi af áfengi, rakspíra og svitalykt. Stundum nær Ljenzherrann að forða sjer í tæka tíð, stundum ekki.

Þegar svo óheppilega vill til að Kavaljerinn klófestir Ljenzherrann þá tekur hann til við að segja ævisögu sína og/eða bósasögur af sjálfum sjer og Ljenzherrann kann þær allar og eflaust betur en Kavaljerinn sjálfur.

Kavaljerinn hefur yfirleitt hverja lotu á því að segja frá barnæsku sinni og þegar hann kom fúlskeggjaður og grábölvandi í heiminn. Hann segist seinþreittur til ofbeldis en hann gerði þó undantekningu þegar læknirinn sló hann á berann bossann.

Næstu árin var lifði hann sem blóm í eggi en þá var hann á brjósti og það kunni hann að meta bölvaður. Þá slafraði hann í sig móðurmjólkinni og segist búa enn þann dag í dag að þeirri tungufimi sem hann öðlaðist á þessum árum.

Í leikskóla vakti hann athygli fyrir það hve oft gekk af honum en Kavaljerinn útskýrir það með því að honum hafi þótt fóstrurnar svo myndarlegar og hafi viljað sýna þeim djásnin. Ef faðir Kavaljersins reyndi að skipta á syni sínum mátti hann þola ásakanir um samkynhneigð af þeim stutta.

Kavaljerinn gerðist ungur að árum mikill áhugamaður um sund. Þá hafði hann í heiðri spjald nokkurt sem sýndi hvar ætti að þvo sjer með sápu og gekk samviskusamlega úr skugga um það að laugargestir fylgdu því í hvívetna. Sundáhuginn þvarr samstundis er Kavaljerinn var hættur að fá að fara með móður sinni í kvennaklefann.

Það verður seint sagt að Kavaljerinn sje menntaður maður en í tíuárabekk var hann rekinn úr skólanum fyrir að barna kennara sinn. Kavaljerinn flosnaði þá upp úr námi og hjelt utan til að verða leikari. Til Þýskalands fór hann og stefndi hátt.

Frægðarsól Kavaljersins skein skært og undir nafninu “Hans Schwanz” gerði hann setninguna “Ich volle dich von dem Hintern nehmen” ódauðlega. Sakir áhuga síns á brennivíni drakk hann sig frá frægðinni og var kominn í ræsið áður en langt um leið. Og þangað sótti móðir hans Kavaljerann sinn og fór með hann til baka til Íslands. Þá sagði Kavaljerinn “Danke Schon” og sneri við blaðinu.

Kavaljerinn er þrátt fyrir allt andleg persóna og dvelur löngum í orlofshúsi sínu við Kölnarvatn þar sem hann yrkir hin fegurstu ljóð um hina ýmsu hluti svo sem “radial-hjólbarða”, gúmstígvjel og það undur að Chiquita hafi náð að tappa morgunmatnum á flöskur.

Áður en Kavaljerinn fer á kvennafar baðar hann sig í Kölnarvatni, en það þykir honum hafa gert lukku hingað til.

Engin ummæli: